top of page

Ráð vikunnar

Það er margt sem við vitum ekki um hárið eða jafnvel leiðum hugann ekki að.

Okkur hjá Reykjavík Warehouse langar til þess að gefa ykkur gott ráð sem getur skipt höfuðmáli í hárumhirðu!


Veist þú afhverju það er mikilvægt að nota hitavörn í hárið?


Það eru til ótal hitavarnir á markaðnum og úr mörgu að velja, en við ætlum að útskýra hvað er á bakvið þessar formúlur og hvað þær gera í rauninni fyrir hárið okkar þegar við notum hárblásara, sléttujárn eða krullujárn.


Eins og sólarvörn ver húðina þína fyrir sól þá gerir efnið í hitavörnum það sama fyrir hárið þitt. Hitavörnin gerir hálfgerðan skjöld fyrir yfirborð hársins og ver það frá hitanum.


En hvað gerist ef við notum ekki hitavörn?

Í hvert skipti sem þú notar járn sem hitna eða hárblásara þá veikist hárið. Hitinn getur þurrkað endana sem verður til þess að endarnir klofna eða brotna.


Hitavarnir eru til bæði sem sprey og krem - og mælum við með því að þið finnið hvað hentar ykkur og ykkar hári því þetta er algjört lykilatriði í hárumhirðunni!


Við ætlum að sýna ykkur okkar uppáhalds hitavarnir hjá Reykjavík Warehouse.
Thermal Protection Spray - Balmain Hair Couture

• Hitavörn upp að 220°C/428°F

• Dregur úr úfnu hári og klofnum endum

• Létt formúla
Miracle Hair Treatment - Eleven Australia

1. Eykur gljáa, mýkt

2. Jafnar úfið/rafmagnskennt hár

3. Rakagefandi

4. Byggir upp viðkvæmt hár

5. Kemur í veg fyrir klofna enda

6. Kemur í veg fyrir flóka og gerir hárið meðfærilegra

7. Hitavörn

8. Eykur náttúrulega fyllingu

9. Gerir við skemmt, þurrt hár

10 Verndar lit

11. Kemur í veg fyrir klór- og sólarskemmdir


Miracle fæst bæði í krem & spreyformi
Repair My Hair - Eleven Australia

Sjampóið og næringin innihalda hitavörn sem ver hárið fyrir hita upp að 220° frá mótunartækjum og hárblásurum. Eykur lyftingu í hári um allt að 32%!

40 views
bottom of page