top of page

Ný vara - Dry Finish Texture Spray

Eleven Australia halda áfram að þróa hágæða hárvörur og nýjasta varan þeirra olli engum vonbrigðum!

Nýjasta varan, Dry Finish Texture Spray hefur slegið í gegn á meðal fagmanna um allan heim!





DRY FINISH TEXTURE SPRAY er létt sprey sem gefur lyftingu og texture í hárið.

Spreyið hentar öllum hárgerðum og notast í rótina eða enda til að viðhalda lyftingu og fyllingu, allt eftir því hvaða útkomu þú vilt ná fram.


Einhverjir hafa velt því fyrir sér hver munurinn sé á I Want Body Volume Texture Spray og Dry Finish Texture Spray. Við fyrstu sýn virðast vörurnar tvær svipaðar, en þær standa vel saman - gefa sveigjanleika á milli áferðar og lyftingar/fyllingar. I Want Body gefur bestu útkomuna þegar það er notað í rakt hár og er blásið. Dry Finish Texture Spray er hinsvegar eingöngu ætlað í þurrt hár. Dry Finish Texture Spray er fullkomið fyrir lyftingu og áferð í hárið hvenær sem þörf er á - ekki bara eftir hárþvott.


Ástæðan fyrir því að fagmenn elska Dry Finish Texture Spray er sú að það gefur ,,lived in look"; Spreyið gefur létt sveigjanlegt hald fyrir áreynslulausa lyftingu og fyllingu í hárið. Hveitiprótein eykur styrk hársins og Glycerin heldur raka í hárinu ásamt því að koma í veg fyrir úfa - Zeolite gefur okkur áferðina sem oft virðist horfin strax eftir hárþvott.


Við erum gríðarlega ánægð með þessa nýju viðbót í vörulínu Eleven Australia og erum spennt að sjá hvað kemur næst!






47 views
bottom of page