top of page

Jólin með Eleven Australia

Við bíðum ár hvert spennt eftir jólapökkunum frá Eleven Australia en kassarnir hafa slegið í gegn síðustu ár undir jólatrjám landsmanna!

Það voru svo sannarlega engin vonbrigði þegar við sáum fyrst jólapakkana í ár og eru þeir veglegir, fallegir og virkilega vandlega settir saman fyrir hinar ýmsu hártýpur.

Hún Bjargey Ingólfsdóttir tók gullfallegar myndir af jólapökkunum sem við erum spennt að deila með ykkur en þeir sýna útlit og innihald pakkanna.Hydrate pakkinn er frábær fyrir allar hártýpur og inniheldur Hydrate My Hair sjampó og næringu ásamt nýliða ársins - Miracle Mask sem kom sterkur til leiks fyrr á árinu og hefur virkilega sannað sig!I Want Body Volume kassinn er sígildur kassi og alltaf jafn klassískur fyrir þá sem vilja lyftingu og fyllingu í hárið sitt.Keep My Colour Blonde - Kassinn sem allir með ljóst hár ættu að tryggja sér! Fjólublátt sjampó og næring sem viðheldur tóninum í hárinu og heldur honum ferskum ásamt Dry Shampoo Powder Paste sem einhverjir ættu að þekkja nú þegar - nýtt nafn en sama frábæra formúlan!Repair My Hair kassinn er glæsilegur kassi sem stuðlar að sterkara hári og inniheldur hitavörn svo hárið er vel varið fyrir öllum hita. Miracle Hair Treatment spreyið þarf vart að kynna fyrir nokkrum landsmanni en þessi þekkta vara hefur 11 eiginleika sem stuðla að betra og heilbrigðara hári.Smooth Me Now jólakassinn inniheldur Smooth sjampó, næringu og 3 Minute Repair en þessi kassi er frábær fyrir þá sem vilja minnka úfa í hárinu, fá mýkri áferð og fallegan glans. 3 Minute Repair er frábær djúpnæring sem tekur aðeins þrjár mínútur að ná fullri virkni og gefur hárinu þínu raka og prótein sem styrkir það og mýkir.Vantar þig gjöf fyrir leynijólasveininn eða í jólasokkinn? Jafnvel gæti jólasveinninn sjálfur haft augun opin fyrir BonBons því það eru fallegir litlir jólapakkar sem innihalda sjampó og næringu í ferðastærð. BonBons fást í þremur gerðum, Hydrate, Volume og Smooth!


Við þökkum Bjargeyju kærlega fyrir fallegu myndirnar og við bendum á að allir jólapakkarnir frá Eleven Australia fást á sölustöðum Eleven sem eru listaðir hér á heimasíðu okkar.
177 views
bottom of page