top of page

HÁRTREND Í VOR

Nú er farið að birta til og við farin að hugsa til vors!

Eins og fleiri í hárbransanum erum við farin að pæla í því hvaða look eru málið í vor og því ákváðum við að taka saman nokkrar greiðslur og klippingar sem okkur langar að sýna ykkur.


,,THE LOUIS LANE BOB"


Kim Kardashian West tók af skarið og fékk sér þessa klippingu. Fallegar línur, dökkir tónar sem láta hárið virðast þykkara og gefur því líflegt útlit. Til þess að ná þessu lúkki mælum við með I Want Body Volume Foam frá Eleven, sem er sett í rakt hárið áður en það er blásið - en froðan þykkir í rótina án þess að þyngja það og gefur fallega lyftingu.



,,STRAIGHT AND SLEEK"


Sléttar og shiny greiðslur eru að koma sterkar inn!

Með Make Me Shine spreyinu og Smooth Shine Serum nærðu silkimjúku hári með shiny áferð!




,,60'S BLOWOUT"


Sixties style blowout er að koma aftur í tísku! Þessi nútímalega útgáfa er ótrúlega kvenleg, flott og auðveld í framkvæmd! Með Frizz Control Styling Cream og Miracle Hair Treatment nærðu auðveldlega þessum stíl.



,,HIGH SHINE BEACH LOOK"


Þarna nálgumst við meira 70's stemninguna! Þarna sækjum við hreyfingu í gegnum miðjuna og endana, en í staðinn fyrir matta áferð notum við Shine spreyið til að fá gloss! Margot Robbie er þekkt fyrir þetta look, með óreglulegum liðum sem gefa skemmtilega hreyfingu. Þessi klipping hentar þeim með mjúka ljósa tóna, og strípur með náttúrulegum tónum.

Við mælum með Sea Salt spreyinu og Make Me Shine fyrir þetta look!



479 views
bottom of page