top of page

Hárið fyrir brúðkaup

Grein birtist í 7 tbl. Bubble Magazine.


Fallegt hár á brúðkaupsdaginn þarfnast undirbúnings.

Til þess að ná hárinu heilbrigðu og ljómandi er mikilvægt að undirbúa það vel.

Þremur mánuðum fyrir brúðkaup er ráðlegt að byrja á að taka ráðlögð vítamín og fara í klippingu til þess að losna við slitna enda. Á þessum tíma er einnig mikilvægt að fjárfesta í góðu sjampói og næringu.


Moisturizing sjampóið og næringin frá Balmain Hair Couture er fullkomin fyrir brúðkaupið.

Moisturizing línan er rík af hreinni argan olíu og hentar bæði náttúrulegu og lituðu hári. Innihaldsefnin gera hárið sterkt, glansandi og meðfærilegt ásamt því að vera afar nærandi.

Moisturizing næringin er rakagefandi og verndar hárið gegn UV geislum og ver hárlitinn.


Til þess að fá hárið í sitt besta stand er Repair Mask frá Balmain tilvalinn í hárrútínuna mánuðina fyrir brúðkaupið. Repair Mask endurnýjar þurrt og viðkvæmt hár. Maskinn endurnýjar teygjanleika hársins, ber ,,signature“ Balmain ilminn ásamt því að gefa hárinu heilbrigðan ljóma.

Ef hárið er í slæmu ásigkomulagi er Overnight Repair Serum frábær leið til þess að byggja hárið upp á ný. Þetta lúxus serum nærir hárið, dregur úr skemmdum í hári og verndar það fyrir slitnum endum. Overnight Repair Serumið er borið í handklæðablautt hárið frá rót og út í enda að kvöldi og látið verka yfir nóttina. Morguninn eftir þværðu hárið með þínu sjampói og næringu til þess að hreins umframolíu úr hárinu en hárið þitt tekur það magn til sín sem það þarf.
47 views
bottom of page