
Dagar ,,normsins" eru liðnir!
Nú er tíminn til að prófa sig áfram og taka sénsinn. Árið 2020 voru herrarnir annað hvort með sítt covid-hár, lengra en nokkru sinni áður eða tóku í rakvélina og rökuðu allt af.
Í ár ætlum við að vera aðeins frumlegri og nýjungagjarnari, aflita eða setja djarfari liti í snoðaða hárið á meðan síða hárið fær að vaxa meira og villtara!
Hér eru okkar hugmyndir af flottum herratrendum sem þú verður að prófa.
Mullet 2.0

Mögulega ein umdeildasta hárgreiðsla okkar tíma sem annað hvort er gert mikið grín af eða álitin trendy og flott en það fer eftir því hvern þú spyrð. Þessi unisex hárgreiðsla er tilbúin fyrir 21. öldina en áður var hún vinsæl meðal David Bowie, Cher, Little Richie og auðvitað Patrick Swayze í Dirty Dancing. Því má auðvitað bæta við að mögulega rokkuðu mamma þín og pabbi mulletið á 80's árunum.
Það má deila um það hvort endurkoma mulletsins sé Joe Exotic og aflitaða mulletinu hans sem birtist í þáttunum hans á Netflix að þakka, en staðreyndin er sú að fjöldi þeirra sem leitaði að ,,how to cut a mullet" á leitarsíðum jókst um 1124% þegar samgöngubannið skall á.
Miley Cyrus er ein af þeim sem hefur rokkað mulletlúkkið í dágóðan tíma núna svo það er ekki víst að Joe hafi haft áhrif á val hennar en hann hefur án efa ýtt undir endurkomuna.

Joey Scandizzo, eigandi Eleven Australia lýsir því að mulletið henti ekki endilega hverjum sem er, en að þetta sé alvöru statement hárgreiðsla sem þarfnast sjálfstrausts og þú þarft að vera tilbúin/n til þess að rokka það. Mulletið kemur best út hjá þeim sem eru með náttúrulega liðað eða krullað hár og það sem er best er að það þarf ekki að hafa mikið fyrir því. Leave in næringin Miracle Hair Treatment og Dry Finish Texture Spray eru frábærar vörur í mulletið.
BUZZCUTS

Buzzcuts - eða það sem við köllum á Íslandi snoðað hár var án efa vinsælt lúkk í Covid-19 ástandinu.
Lucky Blue Smoth tók hárið sitt og klippinguna í sínar eigin hendur og reddaði sér ferskri aflitaðri snoðun. Zayne Malik og Pharell Williams fóru í pastel áttina og notuðu pastel tóna yfir aflitunina sína sem varð að stóru trendi og heldur áfram inn í 2021. Framtíðin í þessu trendi er björt og eru stjörnurnar að prófa eiturgræna og bleika í nýaflitaða hárið sitt - rokkstigin fara sésrstaklega til Joe Jonas og Jaden Smith!
