Við erum í óðaönn að taka upp nýjar sendingar sem innihalda stórglæsilegar nýjungar!
Við rákum strax augun í þessa glæsilegu tösku frá Balmain Hair Couture - svört glansandi hringlaga taska með Balmain logoinu. Taskan er stórglæsileg í fallegri gjafaöskju og inniheldur líka þrjár sérvaldar vörur af Balmain teyminu.

LIMITED EDITION BACKSTAGE CASE FW20
Í töskunni er Texturizing Salt Spray, Argan Elixir og mini Detangling Spa bursta!
Texturizing Salt Spray 200ml
Seasalt gefur hárinu fyllingu, sveigjanlegt hald, "texture", stjórn og er rakaþolið.
Þessi vara auðveldar þér að gera ferska greiðslu með Seasalt áferð.
Balmain Saltsprey er fullkomin vara fyrir töff og trendy hár!
• Gefur hárinu fyllingu og áferð
• Gerir fallega "strand" liðað hár
• Vörn gegn raka
Argan Moisturizing Elixir 100 ml
Hreint lífrænt endurlífgandi argan-olíu serum. Gefur ljómandi glans og "boost" sem gerir hárið mjúkt og heilbrigt án þess að það verði olíukennt.
• Gefur góðan glans
• Rakagefandi
• Mýkir skemmt hár
Detangling Spa Brush
Hinn fullkomni flókabursti! Þessi bursti er úr sveigjanlegu nyloni og hann vinnur vel á flóka og úfnu hári. Burstinn vinnur sig í gegnum hárið sársauka og átakslaust. Þessi bursti er fullkominn fyrir hárlengingar, hárkollur og þitt náttúrulega hár.
Við hlökkum til að kynna fyrir ykkur fleiri vörur sem eru að koma uppúr kössunum og eru hinar fullkomnu jólagjafir handa þeim sem eiga allt!